HÁKOT fasteignasala sími: 431-4045 / 899-4045 auglýsir
* EYRARSKÓGUR 80 * Sumarbústaður (44.4 fm) með geymsluskúr (ca 10 fm) á 8.000 m² leigulóð í landi Eyrar Svínadal, Hvalfjarðarsveit.Sumarbústaðurinn skiptist í Eldhús (parket, innrétting, eldavél, helluborð, ísskápur, frystir, opið að stofu). Stofa/borðstofa (parket, útgangur út á Verönd). Hol (parket, stigi upp á svefnloft). Baðherbergi (parket, sturtuklefi). Inngangur (parket, fatahengi). Herbergi (parket, rúm/koja, skápur). Svefnherbergi (parket, rúm). Svefnloft (parket, undir súð, kútur fyrir heitavatnið).
Geymsla (inngangur frá verönd, einangruð og klætt að hluta, rafmagn).
ANNAÐ: Stór verönd (búið að endurnýja hluta) með heitum pott (rafmagn). Parket á gólfum er spónarparket. Hiti með varmadælu og rafmagni. Lítill geymsluskúr á baklóð. Kjarrivaxin lóð með fallegu útsýni yfir Eyrarvatn (leigulóð 8.000 m²). Þetta svæði er lokað með rafmagnshlið með GSM stýringu. Innbú sem er í bústaðnum fylgir með. Byggður 1991. Endabústaður við lóðarmörk að Kambshólslandi, góður vegur að bústaðnum.
Í næsta nágrenni er Vatnsskógur (sumarbúðir drengja), veitingarstaður/hótel á Hótel Glym, sundlaug að Hlöðum, 3 veiðivötn í Svínadal. Er ca. 25 mín frá Hvalfjarðargöngum.
Sumarbústaðafélag kr. 32.000 (2023)
Lóðarleiga kr. 188.000 (2023)
Allar upplýsingar í söluyfirlitinu eru fengnar hjá seljendum og úr opinberum gögnum.