Akralundur 11, Akranes
74.700.000 Kr.
Raðhús
0 herb.
192,3 m2
74.700.000
Stofur
1
Herbergi
0
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
4
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
14.800.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


HÁKOT fasteignasala sími: 431-4045 / 899-4045 auglýsir 

* AKRALUNDUR  11 - NÝBYGGING - FULLBÚIÐ án lóðarfrágangs  *  ENDA Raðhús (3 hús) á tveimur hæðum 161.6 (66.4 fm + 95,2 fm) ásamt bílskúr (30.7 fm) = 192.3


Afhending í maí 2020.

Timbureiningarhús frá Q haus í Eistlandi með tveimur timburpöllum og svölum með glerhandriði.
Húsið skilast fullbúið að utan og innan, með grófjafnaðri lóð
Húsið er með fjögur svefnherbergi á efri hæð, auk baðherbergis og fataherbergi innaf hjónahergi Sjónvarpshol er einnig á efri hæð.
Stofa og eldhús mynda alrými með gönguleið á
sólpalla. Eldhúsinnréttingu fylgir bakaraofn og span helluborð af viðurkenndri gerð og lagnir fyrir uppþvottavél. 
Baðherbergi eru með Fibo-Trespo klæðningu og aðrir veggir eru málaðir. WC er upphengd.  


Bílskúr er með bílskúrshurð frá Límtré/Vírnet með stálbrautum og fjarstýrðum hurðaropnara.  Gólf er málað. 3 fm geymsla út í enda bílskúr


 

BYGGINGALÝSING – AKRALUNDUR 11  Akranesi
 
Aðalverktaki:        Búlandshöfði ehf.
Aðalhönnuður:     KRark- Kristinn Ragnarsson, arkitekt
Rafvertaki:            Rafstöðin ehf
Pípulagnir:           
HP pípulagnir ehf.
Húseiningar:         Q haus
Lagnahönnun:     TSV ehf
Raflagnahönnun: Ares ehf


 
Opinber gjöld:
Seljandi hefur greitt byggingaleyfis- og gatnagerðagjöld, einnig inntaks- og tengigjöld fyrir heitt og kalt vatn, fráveitu og rafmagn. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það er lagt á sem er 0.3% af brunabótamati eignarinnar.
 
Frágangur lóðar:
Skipt var um jarðveg fyrir húsi, bílastæðum og veröndum. Malarfylling var sett í bílastæði og undir verandir, sem hvíla á steyptum undirstöðum. Einnig er malarfylling ca 1,5 meter frá sökklum allan hringinn..
 
Sökklar og gólfplata: 
Sökklar eru einangraðir með 100 mm sökkuleinangrun.  Gólfplata er steypt með gólfhitalögnum og flotuð.


Fráveitulagnir:
Allar fráveitulagnir í jörðu umhverfis húsið og undir botnplötu eru lagðar skv. teikningum lagnahönnuðar og tengt veitukerfi OR á Akranesi.
Gólfniðurföll eru með ristum og fráveitulagnir innanhúss eru lagðar að hreinlætistækjum.


Neysluvatnslagnir:
Neysluvatnslagnir eru lagðar í og undir gólfplötu, frá tengigrind að hverju tæki og tengikrönum, “rör í rör” kerfi skv. teikningum lagnahönnuðar. Dreifikista og annar búnaður þ.m.t. forhitari eru fullfrágengin. Lagnir að tækjum á efri hæð eru í veggjum.
 
Gólfhitalagnir:
Allar gólfhitalagnir eru lagðar skv. teikningum lagnahönnuðar.. Dreifikista fyrir gólfhitalagnir er í bílskúr og tengd lögnum. Allur stjórnbúnaður fyrir gólfhitalagnir fylgir með. Á efri hæð er hitað með veggofnum, en handklæðaofn er í baðherbergi.

Raf- og lágspennulagnir:
Ídráttarrör fyrir heimtaug rafmagns eru að rafmagnstöflu. Einnig er sett ídráttarrör fyrir hugsanlega garðlýsingu framan við húsið.

Útiljós og dyrabjalla eru uppsett og frágengin.
 .
Útveggir:
Timbureiningar frá Q haus sem er timburgrind, klædd að utan með standandi klæðningu, 150 mm steinullareinangrun og spónaplötu og gipsplötu að innan. Húsið er málað að utan með gulum RAL 1023


Þök og loft:
Þak hússins er borið uppi af límtrésbitum og veggeiningum með hefðbundnum sperrbitumum og með 14° þakhalla. Þakið verður klætt

með báruðum dökk gráum stálplötum. Klæðning framan á þakkant og undir er lituð hvít
RAL9010. Þakrennur og niðurföll eru sett utan á þakkant og eru úr stáli og eru einnig dökkgrá aðlit. Þakið er einangrað með 250 mm steinull og klætt með gipsplötum

Gluggar og útihurðir:
Gluggar, gler og útihurðir hússins eru frá Viking Windows í Eistlandi. Tvöfalt gler er í gluggum og öryggisgler þar sem við á sbr. Byggingareglugerð.

Að innan eru gluggar og útihurðir málað hvítt. Að utan eru áfellur kringum glugga, hurðir og vatnsbretti.

Bílgeymsluhurð:
Bílskúrshurð hvít að lit RAL 9010 frá Límtré/Vírnet með stálbraut og fjarstýringu.  

 
Eldvarnarveggur milli íbúða:
Á mörkum íbúða er tvöfaldir veggir sem uppfylla kröfur byggingareglugerðar um brunamótstaða og hljóðdeyfing. 125mm steinullareinangrun í hvorri íbúð og tvöföldu 15 mm gipsplötum og spónaplötu, hvoru megin.  Innanhússfrágangur:

Léttir milliveggir:
Allir innveggir eru byggðir úr timburgrind, steinullareinangrun, spónaplötu þar sem við á og síðan klæddir 13 mm gipsplötum og fullmálað. Glasroc plötum í blautrýmum.
Áfellur við glugga er úr rakaþolnum gifsplötum. Baðherbergi eru klædd með 13 mm rakaþolnum gipsplötum og eru skrúfaðar. Veggir í bílgeymslu eru klæddir með tvöföldum 13 mm gipsplötum.

Allar raflagnir, síma- og loftnetslagnir eru lagðar og dregið í allar dósir, rofa og tengla. Rofar og tenglar  eru fullfrágengin. Rafmagnstafla er fullfrágengin með merkingum. Ljóskúplar eru þar sem við á, en innfeld  LED lýsing, samkv rafmagnsteikningar. Í bílskúr verða flúrlampar eða sambærilegt

Vínilparket er á öllum gólfum
Innihurðar eru yfirfelldar eikarhurðir
Hreinlætistæki: öll blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna, í baðherbergum er sturta.

Reykskynjarar eru í öllum rýmum.

Eldhúsinnrétting er samkvæmt teikningu og úr harðplastefni með ljúflokunarbúnaði á skúffum. Borðplata er harðplast með steináferð. Allar úthliðar innréttinga eru með eikaráferð eða sprautulakkaðar í ljósum lit.  Allar innréttingar verða keyptar af viðurkenndum framleiðanda/innflytjanda með langa viðskiptasögu.
Með eldhúsinnréttingu fylgir bakaraofn, spanhelluborð og háfur með kolasíu af viðurkenndri gerð. Valin tæki í milliverðflokki. Gert er ráð fyrir plássi og tengingum fyrir uppþvottavél. Uppþvottavél fylgir ekki. Blöndunartæki í eldhúsi eru svokölluð „einnarhandar“ tæki af vandaðri gerð Grohe eða sambærilegt.


Baðherbergi eru með upphengd salerni. Glerskilrúm aðskilur sturtu frá öðru rými og aðskilið frá baðgólfi með lítilli brún. Blöndunartæki fyrir handlaugar eru svo kölluð „einnarhandar“ tæki. Hitastillir er á blöndunartækjum. Handlaug og „einnarhandar“ blöndunartæki eru í borði. Gólfniðurföll eru í báðum baðherbergjum.

Stigi: Stigi er með eikaráferð og glerhandriðum.
 

Heimasíða HÁKOTS: http://hakot.is/

 
Allar upplýsingar í söluyfirliti eru fengnar frá seljanda og úr opinberum gögnum.
Senda fyrirspurn vegna

Akralundur 11

CAPTCHA code


Daníel Rúnar Elíasson
Löggiltur fasteignasali