Hvítárbrekkur 5, Reykholt Borgarfirði
29.650.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
59,4 m2
29.650.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2004
Brunabótamat
24.400.000
Fasteignamat
23.450.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


HÁKOT fasteignasala sími: 431-4045 / 899-4045 auglýsir 

* HÚSAFELL *  HVÍTÁRBREKKUR 5 (59,4 fm) á eignarlóð (1.250 fm) í landi Húsafells, Borgarbyggð, endalóð í lokaðri götu.


Heilsárs sumarhús í fallegu rjóðri í Húsafellsskógi til sölu

Umhverfið er gróið villtum birkiskógi og lyngi.
Svefnherbergin eru tvö.
Stór verönd með heitum potti umlykur húsið.
Húsið er hitað með jarðhita.
Innbú hússins getur fylgt með
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og góðu fatahengi og skáparými.
Stofa: Stofan rúmar einnig borðstofu og eldhúskrók. Falleg hvíttuð fura er á gólfi og kamína.
Eldhús: Eldhúsið er vel útbúið með fallegri ljósri innréttingu með gráum borðplötum og rauðum brenndum leirflísum, stálhelluborð og ofn. Að auki fylgir eigninni kæliskápur.
Baðherbergi: Á baðherberginu sem er með línolíudúk á gólfi er góð sturta, upphengt salerni og handklæðaofn. Skápar eru undir vaski og útgengt er út á verönd og í heita pottinn.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru með parketi á gólfi og fataskápum.
Geymsla: Innangengt af veröndinni.
Vandað hefur verið til allra verka við húsið. Húsið tekið í gegn að innan 2017 m.a. bað, eldhús og lýsing. Fjölbreyttur og fallegur gróður er á lóðinni sem afmarkast af hraunbrekku og hávöxnu birki. 

Húsið er í leigu í gegnum Hótel Húsafell, leigusamningur gildir út sep.2019. Möguleiki á áframhaldandi leigu. Góðir tekjumöguleikar sem gera húsið sjálfbært. Velta 2018 5,4 m.kr. Áætluð velta 2019 7 m.kr.

Húsafell er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi, enda einstök náttúruperla í stórkostlegu landslagi. Veðursældin, skógurinn, heitar laugar og sú aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn, sem þar hefur verið komið upp á undanförnum árum, laðar til sín fjölda ferðamanna og dvalargesta á hverju ári.
Golfvöllur, sundlaug og bistró í göngufæri. Nýtt og glæsilegt gönguleiðakort með merktum gönguleiðum.
 
Fjarlægð frá Reykjavík er 130 kílómetrar. Öll helsta þjónusta er á staðnum, hótel, veitingastaður, strandblakvöllur, sundlaug og þjónustumiðstöð. Á svæðinu eru sérlega fallegar gönguleiðir og stutt í náttúruperlur eins og Langjökul, Arnarvatnsheiði, Barnafossa og einnig er á staðnum 9 holu glæsilegur golfvöllur. Á sumrin er kvöldskemmtun með varðeld og lifandi tónlist á laugardagskvöldum. Á svæðinu er glæsilegt tjaldstæði með aðgangi að sturtum, salerni, þvottahúsi og rafmagni. Húsafell er paradís fyrir sumarbústaðaeigendur jafn á sumrin og veturnar. Stutt upp á jökul, góðar gönguleiðir, sundlaug, golfvöllur, veitingarstaður, verslun o.fl. 

Hægt er að skoða vefsíðu Húsafells á http://www.husafell.is, þar eru upplýsingar um svæðið. 


NÁNARI UPPLÝSINGAR: Daníel 899-4045 / 431-4045 - hakot@hakot.is
Allar upplýsingar í söluyfirlitinu eru fengnar hjá seljendum og úr opinberum gögnum.
Senda fyrirspurn vegna

Hvítárbrekkur 5

CAPTCHA code


Daníel Rúnar Elíasson
Löggiltur fasteignasali